onsdag den 21. juli 2010
Súlublæösp - reðurtákn?
Aspir þykja ekki flottur pappír í dag, mörgum finnst þær frekar til plássins og sögur eru sagðar af innrás þeirra í klóakleiðslur.
Í lok júní 2010 var ljóst að það væri e.t.v. pláss fyrir eina plöntu enn á austursvölunum, hún þyrfti að vera mjó um sig og vilji var til þess að hún væri þokkalega hávaxin (næði upp fyrir handrið) og hefði slatta af temmilega stórum laufum. Í einkagarðinum við húsið sem stendur við Garðyrkjustöðina Borg í Hveragerði er þessi feikilega háa trésúla og um leið og við komum auga á hana vissum við að svarið væri fundið.
Súluösp /súlublæösp (Populus tremula 'Erecta') er útlitslega hæverskari en breiðari systur sínar sem hafa dreift sér um allar borgir og sveitir sl. 30 ár í því sem nefnt hefur verið 'aspafárið mikla' (Mbl. 2001 - umfjöllun um Garðahlyn). Greinarnar vaxa upp meðfram stofninum og því er hún lítið að byrgja manni sýn eða hindra för að gasgrillinu. Svo er að sjá hvort hún komist í klóakið í gegnum pottinn sem hún stendur í.
Á Englandi er hún kölluð 'sænsk ösp' (Swedish Aspen), þar sem hún er upphaflega frá Svíþjóð. Laufblöðin eru rauðleit þegar þau myndast, geta verið alveg rauð í sumum tilfellum. Þetta er vegna þess að ný blöð innihalda enga blaðgrænu í fyrstu, skv. sherwoods-forests.com. Hins vegar eru þau með tvö karótenóíð, lycopene og xanthophyll (gul og rauð litarefni). Blaðgrænan kemur svo með sól og hlýja loftinu og blöðin fá þennan fallega græna lit.
Þetta er ösp, þannig að hún vext hratt og hentar það vel ungu óþolinmóðu fólki. Greinarnar eru bundnar saman til þess að þær vaxi enn betur samhliða stofninum. Í görðum stækkar hún víst um ca. 0,5 m á ári, eitthvað á hún því eftir að teygja sig upp í svalirnar fyrir ofan næsta sumar.
Merkimiðar:
austursvalir,
súlublæösp
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar