onsdag den 11. august 2010

Jarðarberjaakrar að eilífu

Let me take you down | 'Cause I'm going to Strawberry Fields | Nothing is real

Jarðarber af óþekktri tegund eru ræktuð á austursvölunum. Í byrjun sumars voru þar 3 plöntur, tvær sem okkur voru gefnar á síðasta ári og ein frá 2008, en nú eru þær orðnar hátt í 20. Tveimur af upprunalegu plöntunum var nefnilega leyft að dreifa sér villt og galið með renglum (e. runners) í allt sumar.
Þröngt á þingi og renglur út um allt.
Vöxturinn hefur verið með ágætum og eins og segir á blomaval.is þurfa jarðarber "ekki að standa í beinni sól, þau eru góð á milli runna sem varpa ekki of miklum skugga á þær." Þessar plöntur fá nóg af morgunsólinni þegar henni er að skipta.

Það væri auðvitað æskilegt ef meiri sólar nyti við, enda gæfi þá plantan af sér fleiri ber. Á havenyt.dk segir frá leyndarmálum jarðarberjaræktunar:

Jordbær trives som plante bedst i halvskygge under skovlignende forhold, men den sætter mange flere bær i fuld sol. Groft sagt, er hemmeligheden ved at dyrke jordbær, at plante dem i solen og give dem de forhold, som planterne behøver for at trives, nemlig fugtighed helt op i jordoverfladen og masser af humus i jorden.

(Stutt þýðing: Kjöraðstæður jarðarberjaplöntunnar eru hálfskuggi en fleiri ber fást í fullri sól. Í grófum dráttum er leyndarmálið við að rækta jarðarber næg sól, rakur jarðvegur og nóg af lífrænum efnum í jörðinni).

Reyndar eru sumar plantnanna saman í potti, sem getur verið óæskilegt. Eins og segir á howdididoit.com á að vera bil á milli til að tryggja að hver planta fái næga sól:

Unless you have very large containers, place only one plant in each container; strawberry plants should be about two feet [60 cm] apart from each other so that they get plenty of sunlight.
Þessar er búið að klippa frá móðurplöntunum.
Til mikils er vænst af þeim næsta sumar.
Á askmumnow.com segir að 8-10 cm skuli vera á milli plantna í pottum og að pottarnir skuli vera um 30 cm víðir. Byrja má þó á minni potti og þumalputtareglan er, eins og segir á gardenaction.co.uk, "If the plants outgrow the pot (the roots start popping out of the base of the pot) then pot into a slightly larger pot."

Auðveldara er að athuga með ber og annað sem tengist plöntunum ef þær eru ekki að flækjast hver í annarri.
Ein ný í myndarlegum potti á svalagólfinu.
Fyrir óvana getur verið erfitt að átta sig á hvernig fjölgun með renglum á sér stað og hvernig slíkri fjölgun er stjórnað og hún aðstoðuð. Í stuttu máli er best að bíða eftir því að litlir vísar að rótum, nokkurs konar hnúar, byrji að myndast við endann á renglunni og þá er renglan fest niður í mold, t.d. með hálfri bréfaklemmu, svo hún fjúki ekki til.
Tvær í takinu í þessum potti.
Klippa má á tengslin við móðurplöntuna þegar dótturplantan er orðin nægilega rótföst og búin að mynda fínan vöxt ofan moldar.

Á eftirfarandi síðu eru fínar leiðbeiningar um 'runners' og annað sem tengist jarðarberjum, með skýringarmyndum:
makearainbow.typepad.com/.../2007/06/strawberry_runn
makearainbow.typepad.com/.../2007/10/potting-on-the
makearainbow.typepad.com/.../2008/03/strawberries
Brotin bréfaklemma notuð til að halda á meðan plantan festir sig.
Renglur sem nýgræðingar reyna að skjóta út eru
klipptar af jafnóðum svo þeir einbeiti sér að eigin vexti. 
Um jarðarber og ræktun þeirra er aðeins fjallað í Mbl. 21. júní 2004:

Jarðarberin má rækta á ýmsan hátt, t.d. í beði, kerjum eða pottum eða gróðurskálum. [...]. Til að flýta uppskerunni er best að rækta jarðarber í gróðurreit eða undir hlíf á sólríkum og skjólgóðum stað. Þau vaxa samt ágætlega án aðstoðar en uppskeran er þá seinna á ferðinni. Gæta þarf að vökvuninni sérstaklega um blómgunar- og sprettutímann.

Auðvelt er að fjölga jarðarberjaplöntum því [þær] mynda renglur sem síðan ræta sig í moldinni. Eigi ekki að fjölga [plöntunum] eru þessar renglur fjarlægðar strax, svo plantan leggi ekki of mikla orku í vöxt þeirra.

Skynsamlegt er hins vegar að taka frá gróskulegar renglur til fjölgunar, því plönturnar duga ekki nema í u.þ.b. 5-7 ár. Renglunum er þá stungið í mold og með tímanum vaxa upp nýjar plöntur.


Einnig er ræktað kál í kerjum á svölunum og hefur það braggast og bragðast vel, þótt reyndar hafi hvítkálið misheppnast og hnúðkálið ætli ekki að verða fullorðið.

Blaðsalat 'lollo rosso'
Eikarlaufasalat
Úr  myndbandi Jim Sturgess með
laginu Strawberry Fields Forever

Ingen kommentarer:

Send en kommentar