onsdag den 2. august 2017

Göngustígur úr viðarkurli

Hér er hreyfimynd af göngustíg sem lagður var fyrir 2 árum með ókeypis trjákurli / viðarkurli frá Gámaþjónustunni í Hafnarfiði. Nánast engin jarðvegsvinna fór fram áður en kurlinu var dreift heldur var það lagt yfir slóða sem hafði myndast við umgang og því er lögun gangstígsins frjálslegri en ella. Stígurinn fer yfir lítt gróinn móa og mosaþembur og helst á sínum stað þótt blási en rennur til við umgang ef halli er mikill. Eftir að reynsla var komin á stíginn var grjóti hlaðið hér og þar til að hindra að kurlið renni burt. Kurlið, sem mikið til er úr vörubrettum, er mjúkt undir fót.