onsdag den 5. juli 2023

Trjátegundir sem þrífast vel í Grímsnesi

Fyrsta hugsun þegar byrjað er með auða og trjálausa sumarhúsalóð er gjarnan að koma niður öspum til að skapa skjól. Satt að segja sé ég smá eftir að hafa eytt eins miklum tíma og ég gerði í aspir á fyrstu árunum því afraksturinn er takmarkaður nema þar sem notast var við stálpaðar plöntur. Það sem hefur gefist langsamlega best á svæðinu er gráelri (ekki annað elri) og stafafura. Þessar plöntur elska jarðveginn okkar og þurfa engan áburð. Að því sögðu er smá húsdýraáburður eða molta vel þegin í holuna til að koma lífi í líflausan jarðveg.

Ilmreynir sýnir líka fínan vöxt þar sem jörð er frjósöm eða þar sem moltu eða húsdýraáburði er blandað við moldina (samt bara ef þau hafa náð hnéhæð við útplöntun).

Bakkar af þessum tegundum kosta ekki mikið og gráelrið má gjarnan fá hjá Þöll í Hafnarfirði. Ræktandinn getur þurft að pota smáplöntum aftur niður að vori sem hafa frostlyfts yfir veturinn.

Annar lærdómur sem margir öðlast í Grímsnesi er að planta ekki í lægðum þótt þar virðist skjólsælt, því lægðir geyma gjarnan frostpolla sem hamla vexti eða drepa trjáplöntur.