onsdag den 11. januar 2017

„Hnífapör eiga að vera eins og venjulega af því að lífið á að vera eins og venjulega. Venjulegt líf þarf maður ekki að skammast sín fyrir, í venjulegu lífi tekur maður til í eldhúsinu, heldur öllu í röð og reglu á svölunum og sér um börnin. Það er nefnilega meira verk en margur hyggur. Að hafa svalir.“
- Fredrik Backman: Britt-Marie var hér (þýðing Jóns Daníelssonar 2015). 
Svalaræktun á matjurtum fær reglulega umfjöllun víða í þjóðfélaginu en minna er fjallað um trjárækt á svölum. Það er svo að trjárækt í stórum pottum og ílátum er ágætlega hentug fyrir runna og hægvaxta eða lítil tré. Ella er kjörið að nýta svalir fyrir uppeldi á trjáplöntum sem til stendur að setja á varanlegan stað síðar - reka þar persónulega gróðrarstöð.

Í Frækorninu nr. 35 sem kom út í lok árs 2016 fjallar Hafsteinn Hafliðason um skógrækt á svölum. Hann rekur réttilega að heppilegt sé að nýta veggpláss og hafa skóginn á hillum, annað hvort í pottum eða í bökkum, 12-15 cm háum og 25-30 cm breiðum. Ræktunin sem hann mælir með á mest skylt við smátrjárækt (bonsai-trjárækt) því þar er lýst aðferðum við að halda trjám í dvergvexti með því að taka 1/3 af toppsprota og 2/3 af hliðarvexti þegar vaxtartímabili lýkur og best sé að notast við barrtré.  

Suðursvalir, ágúst 2015.

Suðursvalir, desember 2015.
Frækornið nr. 35 (2. tbl. 216). Teikningin er eftir Helga Þórsson.