mandag den 9. september 2013

Gljáhlynur douglasii (Douglashlynur) þarf styttra frostlaust tímabil en hugsanlega meira skjól

“Gljáhlynur Acer glabrum með grannar greinar og óvenjulega fínleg blöð, vex hægt en kelur aldrei.” (Hugrún Jóhannesdóttir, Garðurinn 2008, lýsing á hlyntegundum í garði einum í Garðabæ). Af gljáhlyn eru ýmis yrki, m.a. einn sem stundum er kallaður Douglashlynur (Douglas maple), Acer glabrum var. douglasii.

Lystigarðurinn lýsir Douglashlyn sem kröftugum runna, “hæð allt að 6 m, með uppréttar eða örlítið skástæðar greinar, árssprotar rauðir. Heldur minna og fíngerðara afbrigði en aðaltegundin, greinar stíft uppréttar og mjög grannar.”

Á vef Mustila trjásafnsins í S-Finnlandi, mustila.fi, segir svo frá:
Native to the northwest of North America, Douglas maple is one of the hardiest maple species. A small tree in habit which sometimes remains shrubby, it grows in mixed forest on the lower slopes and in the valleys of the Rocky Mountains. It is a pioneer species, one of the first to appear after a forest fire or clear felling. 
Douglas maple is at its showiest in spring with the sun shining through the bright green flowers and foliage. Its autumn colour is a warm yellow, sometimes with a reddish tint. The large old trees near Alppiruusulaakso (Rhododendron Valley) were planted in the early decades of the 1900s. There are younger trees growing on Pohjoisrinne (Northern Slope).
Kveikjan að þessum pistli var innslag Gróðrarstöðvarinnar Þallar á facebook 7. sept. sl.:
Garðahlynur (Acer pseudoplatanus) er almennt talinn harðgerðasta hlyntegundin til ræktunar hérlendis ásamt gljáhlyn (Acer glabrum var douglasii) sem er runni.
Í athugasemd við færsluna var þessu bætt við: “[Gljáhlynur þarf] sæmilegt skjól en er bráðfallegur og kelur afar lítið sem, er sjaldgæft með hlyni á Íslandi enda ættaður frá Alaska” (Valur Þór Norðdahl, facebook 2013).

Yrkið Acer glabrum var. douglasii (douglashlynur) er einmitt sá gljáhlynur sem á uppruna sinn til S-Alaska. Hann verður allt að 9 m hár í heimkynnum sínum samkvæmt þarlendum vefsíðum.

Acer glabrum subsp. douglasii. Myndin er af  af Wikimedia Commons.
Ólafur Sturla í Náttahaga hefur m.a. þetta að segja um gljáhlyn var. douglasii, í riti sínu 'Aukin fjölbreytni í yndisskógrækt' (maí 2009):
Runnkenndur hlynur frá Suðaustur-Alaska, verður um 2-3 metrar á hæð. Þarf skógarskjólið! Fallegt og fínlegt innslag í skógarjaðarinn. [...] Myndar árlega mikið af góðu fræi í Nátthaga. [...]
Plantdatabase.co.uk veitir okkur áhugaverða innsýn í vaxtamöguleika douglashlyns, samanborið við venjulegan gljáhlyn og garðahlyn (leturbr. mínar):
  • um venjulegan gljáhlyn: “This plant requires a minimum of 180 frost free days to grow successfully.  It has average drought tolerance. [...] This is a erect tree/shrub has a fast rate of growth and has a multiple stem growth form, and has an ultimate height of 9.1m [...] Height at 20 years 4.6m [...]”
  • um garðahlyn: “This plant requires a minimum of 140 frost free days to grow successfully. It has average drought tolerance. [...] This is a erect tree has a moderate rate of growth and has a single stem growth form, and has an ultimate height of 30.5m [...] Height at 20 years 18.3m [...]” 
  • um douglashlyn: “This plant requires a minimum of 120 frost free days to grow successfully. It has low drought tolerance. [...] This is a erect tree/shrub has a moderate rate of growth and has a single stem growth form, and has an ultimate height of 9.1m [...] Height at 20 years 6.1m [...]”
Þetta kemur heim og saman við þá staðreynd að venjulegur gljáhlynur (aðaltegundin) hefur drepist í ræktun hjá Lystigarðinum samkvæmt vef garðsins, þótt eitt eintak sé þar til á lífi, á meðan var. douglasii þrífst þar “bærilega”. 

Á ruggedcountryplants.com kemur fram að douglasgljálynur sé vanur 500-760 mm úrkomu árlega. Samkvæmt Vísindavefnum er meðalúrkoma áranna 1961-1990 í Reykjavík nálægt 800 mm. Talsvert meiri í syðstu sveitum Íslands, svo að nemur tvöföldun eða meira. Talsvert minni á Norðurlandi, “ekki síst á svæðinu norðan Vatnajökuls þar sem hún er um helmingi minni en í Reykjavík”.

Niðurstaða: Það gæti verið sniðugt að prófa douglasgljáhlyn á stöðum á Íslandi þar sem sumrin eru of stutt fyrir garðahlyn, þó ekki á Norðurlandi. Hugsanlega er það rétt hjá Ólafi í Nátthaga með skjólþörfina, hann þolir minni þurrka og kannski líka minna rok en garðahlynur og almennur gljáhlynur. Ég er samt ekki sannfærður um að hann þurfi svo mikið skjól.

Svo vill til að um 180 frostlausir dagar eru það sem þarf til að rækta korn (hveiti og hafra), samkvæmt glærukynningu Valdimars Stefánssonar í “Lan 103 – VII” frá 2006, sem er aðgengileg á vef framhaldsskólans á Húsavík, fsh.is.

Á síðu Sigurðar Þórs Guðjónssonar, nimbus.blog.is, segir 29. sept. 2012 að meðaltal frostlausa tímans í Reykjavík frá 1920, þegar Veðurstofan var stofnuð, sé “143 dagar en 147 árin 2001-2011”.

Í bókinni Loftin blá eftir Pál Bergþórsson er að finna þennan hlutfallslega samanburð á frostlausa tímanum eftir landshlutum, en bókin er frá 1957:
Norðan lands er frostlausi tíminn á sumrin víðast um 100 dagar við sjóinn, en styttri inni í landinu. Lengst verður frostleysan við strönd Suður- og Vesturlands, eða allt að því 160 dagar, og meira en 170 dagar í Vestmannaeyjum, en jafnvel minni en 100 dagar í sumum innsveitum. Allt eru þetta meðaltölur og miðaðar við síðustu áratugi, [...]
Acer glabrum subsp. douglasii. Myndin er af  af Wikimedia Commons.
Þess ber að geta að douglashlynur er ekki viðurkennt nafn á Íslandi þegar þessi orð eru skrifuð, ekki heldur dögglingslynur.

latína Acer glabrum var. glabrum Acer glabrum var. Douglasii
finnska kääpiövaahtera (dverghlynur) alaskanvaahtera (alaskahlynur)
sænska klipplönn (sbr. Klippbergen (Rocky Mountains, Klettafjöll)) kaskadlönn *
enska rocky mountain maple douglas maple
* Douglashlynur fékk nafnið kaskadlönn árið 2006: "underarten är inskränkt till Kaskadbergen i SV Canada och NV USA" (undirtegundin er bundin við Þrepafjallgarðinn (e. Cascade Range) í SV Kanada og NV BNA).


Ingen kommentarer:

Send en kommentar