Guðmundarlundur er gjöf sem Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstjóri BYKO, og fjölskylda hans færðu [Skógræktarfélagi Kópavogs] að gjöf 28. nóvember 1997. Guðmundarlundur er skógi vaxið 7 ha svæði og er mikil lyftistöng fyrir allt félagslífið. Hefur félagið miklar framtíðaráætlanir um þetta svæði. Hyggst félagið byggja upp góða útivistaraðstöðu þar sem skólabörn geta komið með kennurum sínum og fræðst um alla hluti sem skóginum tengjast og upplifað náttúruna.Svo segir frá í Mbl 23. september 1999, bls. 57. Í minningargrein um Guðmund, í Mbl. 30. nóv. s.á., er greint frá upphafi ræktunarinnar:
Skógræktarlandinu sínu í Vatnsendalandi í Kópavogi var hann stoltur af. Það var Guðmundi hvíld frá dagsins amstri að fara í skógræktina eftir vinnu. Þarna hafði hann ræktað skóg í yfir 30 ár af mikilli eljusemi, þegar hann gaf Skógræktarfélagi Kópavogs landið í byrjun 1998. Þar heitir nú Guðmundarlundur.Eftir aldamótin var svæðið stækkað og telur það nú um 11 hektara. Í tilkynningu félagsins árið 2001 var lundurinn kallaður hálendisgróðurvin við höfuðborgarsvæðið og verður það að teljast viðeigandi lýsing.
Ef heppnin er með í för og helst líka snjallsími með GPS er hægt að finna Guðmundarlund, ofan við hesthúsin í Vatnsendahverfi í Kópavogi. Þar er vaxinn þokkalegasti skógarlundur á berum mel, með stígum, leiktækjum og grillaðstöðu. Þá er í lundinum Hermannsgarður, en Hermann Lundholm sem lést árið 2007 eftirlét Skógræktarfélagi Kópavogs gróður úr garði sínum og var gróðursafninu komið fyrir í Guðmundarlundi.
Smellið á myndina til að stækka. Smellið hér til að sjá kortið í pdf skjali. Skjalið er útbúið af Bjarka Þóri Valberg á umhverfissviði Kópavogsbæjar. |
Í Guðmundarlundi er mikið af opnum svæðum, fullmikið. |
Af skogkop.is. |
- Guðmundarlundur er rétt hjá hesthúsunum við Heimsenda í Kópavogi (Elliðavatns megin). Breiðholtsbraut er ekin í átt að Víðidal, beygt á ljósunum við Vatnsendahvarf (hjá nýju World Class og Bónus).
- Keyrt er eftir Vantsendavegi þar til komið er í þriðja hringtorgið þá er tekin síðasta beygjan að Þingmannaleið.
- Þar er skilti sem segir Heimsendi. Sú gata er keyrð þar til Heimsendi er á hægri hönd og þá á að vera skilti á vinstri hönd sem segir Guðmundarlundur.
- Keyrt upp á hæðina þar til komið er að skógræktarsvæði með grænu hliði, þar er Guðmundarlundur.
Þess má geta að í Gljáhelluhrauni í Hafnarfirði er furulundur sem fengið hefur nafnið Guðmundarlundur, í minningu um Guðmund Þórarinsson, kennara og frumkvöðul í skógrækt í nágrenni Hafnarfjarðar. Einnig má geta Hermannslundar í Svartaskógi, Fossvogsdal í Reykjavík, en það er grenilundur sem kenndur er við Hermann Jónasson, fv. forsætisráðherra.
Ingen kommentarer:
Send en kommentar