fredag den 28. juni 2013

Pluggbox - græðlingabox

Ég rakst á þetta sniðuga box í magasíni í Finnlandi, verðið um 22 evrur, rúmlega 3.500 krónur. Varan er framleidd í Svíþjóð og hugmyndasmiðurinn heitir Albert Eriksson frá Ed í Dalsland, Suður-Svíþjóð.

Á fyrstu dönsku vefsíðunum sem poppa upp við netleit er verðið 140-183 danskar, um 3.200-4.000 krónur.

Litla garðabúðin selur gripinn á rúmlega 5.000 krónur. Í gegnum Amazon.com má kaupa tvö stykki á rúmlega 5.000 íslenskar, með sendingarkostnaði innanlands í Bandaríkjunum. Þar er þetta selt undir nafninu Daled Compact Plant Trainer Mini Greenhouse Germination Kit. Varan er einnig seld undir nafninu Agralan, en mér finnst nú Pluggbox fallegra.


kan rengøres i opvaskemaskine.segir í lýsingunni á þessari vöru.

Skjaskot af Amazon.com.
Kynningarmyndbönd á YouTube á sænsku og ensku.

Fjallafura að koma upp í apríl.
Tilbúin planta í júlí.

Ingen kommentarer:

Send en kommentar