torsdag den 4. august 2011

Dauðinn og eilífðin

Falls er von af fornu tré segir spakmælið. Meðfylgjandi eru hins vegar myndir af nokkrum trjám sem sofnað hafa dauðadúrnum nokkuð fyrir aldur fram.

Birkihrísla nálægt Nýbýlavegi.
Banamein e.t.v. sumarleysan 2011.
Það er kannski ekki svo skrítið að Íslendingar séu viðkvæmir fyrir því að tré drepist, enda trjágróður og sér í lagi hávaxinn trjágróður ekki mjög algengur hér á landi þar til fyrir um 20-30 árum.
Óheppin ösp í Grasagarðinum í Laugardal.
Mögulega drepin í fegurðarskyni.
Grenitré ofan við Fossvogsdal ásamt
myndarlegum bræðrum sínum.
Í Laufblaðinu 1997/1, bls. 22, var fjallað um dauða grenitrjáa, í kjölfar þess að talsvert af stórum og frískum sitkagrenitrjám hafði gefið upp öndina sumarið áður. Þessa skýringu á samspili umhverfisþátta gaf Guðmundur Halldórsson, sérfræðingur Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, á fyrirbærinu:
Yfirleitt stóðu þessi tré þar sem jarðvegur er frekar illa ræstur og þéttur. Veturinn áður voru mikil frost, sem ollu því að klaki fór djúpt í jörð. Vorið var frekar kalt, þannig að klaki var lengi í jörðu fram eftir vori. Þegar kom fram í maí og vöxtur trjánna fór af stað var jörð ennþá frosin. Þegar sól fór að skína, virðist einstaka tré ekki hafa náð upp nægjanlegu vatni til móts við það sem tapaðist út um barrið. Á sumum stöðum voru þetta tré sem virtust hafa orðið á eftir í lífsbaráttunni og voru þannig líklega eitthvað veikari fyrir. 
Þessir samverkandi þættir, eða jarðvegsgerðin, frostið, vorkuldinn og sólfarið virðast hafa valdið álagi sem dró viðkvæmustu trén til dauða. 
Nokkrar fyrrum tignarlegar aspir neðarlega við Smiðjuveg.
Dauðinn má svo með sanni
samlíkjast, þykir mér,
slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt, hvað fyrir er.
Grösin og jurtir grænar,
glóandi blómstrið frítt,
reyr, stör sem rósir vænar
reiknar hann jafnfánýtt.
Úr ljóðinu 'Um dauðans óvissa tíma' e. Hallgrím Pétursson.
Lifandi tré fjölgar lengi greinum, segir spakmælið.
Það á ekki við um þetta uppgrafna birkitré í Fossvoginum.
Kanínuófétin í Elliðaárdal eiga allnokkur tré á samviskunni.

Reynitré í miðbænum sem gefist hafa upp,
við erfið lífsskilyrði, m.a. saltrok.

Ingen kommentarer:

Send en kommentar