mandag den 1. august 2011

Broddfura sem bragð er að

Tvær broddfurur (pinus aristata) voru keyptar í júlílok 2011 á Flúðum fyrir 2.000 kr. stykkið (víða kosta svipuð eintök 4-5 þúsund). Einni var komið fyrir í sumarbústaðarlandi en systir hennar fékk stað á austursvölunum hér í Kópavogi.

Broddfura vex rólega og er þeim kostum búin að lús sækir ekki í hana (frekar en aðrar fimm nála furur) og hún á að þola vel umhleypinga. Henni er lýst sem harðgerðri en afar seinvaxinni og varað er við því á skog.is að hún drepist úr sveppasjúkdómum í útsveitum og á S- og V-landi. Þröstur Eysteinsson hefur lýst ástandi stofnsins með þessum hætti: Broddfura er nánast horfin úr skógum um allt land nema á Héraði. Furur sem standa stakar og hafa næga birtu verja sig betur en furur sem finna fyrir þrengslum. Eina vörnin er sem sagt að gefa þeim nóg pláss.
Broddfuran er auðþekkt á harpixleifum á
nálunum, sem hefur verið líkt við flösu.
Þá er víst betra að skýla plöntunni fyrir verstu vindhviðunum. Eftirfarandi er bútur úr viðtali í Þjóðviljanum 26. maí 1990 við Ásgeir Svanbergsson deildarstjóra hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur:
En hér á landi er ekki mest um vert að hafa frostþolnar tegundir, heldur plöntur sem þola þennan endalausa vindstrekking og umhleypinga. Ég get nefnt sem dæmi tré sem er alveg geysilega frostþolið, sem er broddfura. Okkur hefur gengið hreint út sagt illa að rækta hana hér á landi, því hún þolir ekki þessar suðvestan hryðjur og storma. Hins vegar þolir hún tuttugu gráðu frost. Spurningin er því „hvar er tré harðgert?" Það er ekki hægt að alhæfa um harðger tré. 
Broddfuran er fyrirmyndar pottaplanta skv. desert-tropicals.com:
The Bristlecone Pine can be used as a container plant for many years, thanks to its extremely slow growth rate. The trees don't like to be transplanted, and they should be put in their definitive locations when they are 2 to 3 feet tall (60-90 cm), at most.
Undir þetta tekur Sigríður Hjartar í Fasteignablaði Mbl. 11. febrúar 2008: "Furur almennt þola illa flutning eftir að þær eru komnar verulega á legg og hæpið er að flytja furur sem eru orðnar meira en meters háar."

“It grows well in semi-shade, and prefers low levels of water”, segir á plantdatabase.co.za. Margar heimildir segja þó að henni líki illa við skugga. Fimm nála furur eins og broddfura, lindifura, sveigfura, runnafura og klettafura eru ekki viðkvæmar fyrir furulús eins og tveggja nála furur eru (t.d. útrýmdi lúsin nánast skógarfuru á Íslandi á 6. áratug 20. aldar, hún herjar ekki jafn mikið á stafafuru).
Trjákvoða / harpix (harpeis).

Þá verður broddfura mjög gömul, meira en 1.500 ára þar sem hún vex villt (náskyld frænka hennar, pinus longaeva, verður mörg þúsund ára og er langlífasta lífvera á jörðinni). En, í görðum er hún "never as long-lived as in the wild, typically living less than 100 years before it succumbs to root decay in the warmer, moister conditions prevalent in most inhabited places" skv. Wikipedia.
Broddfura á Hallormsstað. Úr Lesbók Mbl. 1982.
Fjallafura (sem einnig er hægvaxta háfjallafura) verður til samanburðar ekki eldri 50-70 ára skv. grein um upphaf íslenskrar skógræktar í Lesbók Mbl. 7. júní 1982. Fjallafuran er ættuð frá fjallgörðum Suður og Mið-Evrópu en broddfuran er frá háfjöllum N-Ameríku. Þar segir jafnframt:
Greiní Mbl. 1980.
Smellið til að stækka.
Í raun og veru er það ósköp eðlilegt að háfjallategundir skuli hafa reynst best af öllum þeim fjölda tegunda, sem sáð var til og fluttar voru til landsins á þessu tímabili [1899-1906].
[...]
Í háfjöllum meginlanda eru sumur stutt og hitamismunur dags og nætur getur orðið feikna mikill. Vaxtartíminn er víða skemmri en 90 dagar, og sums staðar er hætta á næturfrostum í öllum mánuðum árs þar sem broddfura og blágreni vaxa hæst yfir sjó.
[...]
Þá má og minna á þá staðreynd, að háfjallatré vaxa fremur hægt frá ári til árs, og margar tegundanna eru lengi að vaxa úr grasi. Fjallafura er ein 10 til 15 ár að búa um sig eftir gróðursetningu og vex þá nauðalítið, en eftir það tekur hún vaxtarkipp og bætir miklu við hæð sína á skömmum tíma. Broddfuran er enn seinni að vaxa og bætir varla meira en 7 til 10 sentímetrum við hæð sína á hverju ári alla ævina.
Sigríður Hjartar segir í Fasteignablaði Mbl. 12. feb. 2007 frá broddfuru sem í fávisku sinni vex um 20 cm árlega og í Mbl. 20. júní 1992 segir Ágústa Björnsdóttir að ársvöxturinn sé 10 - 15 cm að jafnaði. Broddfuran nær allt að 15 m hæð og verður 1 m á breidd.

Furan á svölunum er rúmlega 60 cm á hæð og sýnir ársvöxt upp á um 20 cm. Á gróðrastöðinni var hún sótt í gróðurhús þar sem hún hefur líklega alið fyrstu ár ævi sinnar. Hún mun núna þurfa að aðlagast örlítið hranalegri aðstæðum næstu misserin.

Barrnálar broddfuru lifa í 10 - 17 ár en almennt haldast nálar á furum í 2 - 5 ár. Það kemur aldrei nál í stað nálar sem fellur, líkt og Sigurður Blöndal komst að orði í Sunnudagsblaði Mbl. 15. ágúst 1993. Þessa lýsingu á greinum broddfuru er að finna á vefnum draumagardar.is:
Greinar hennar eru þéttstæðar með stuttum smágreinum. Árssprotar eru 5 – 15 cm langir og eru þeir appelsínubrúnir í fyrstu af löngum nálarslíðrum og hárum sem hylja aðlægar nálar fram í lok júní. Nálar breiða síðan úr sér næsta vor.
Umfjöllun um broddfuru og lindifuru í Mbl. 1992.
Smellið til að stækka.
Broddfura í blóma - af facebookvef
Gróðrarstöðvarinnar Þallar
Broddfura í Kópavogi.
Síðast uppfært í janúar 2014.

Ingen kommentarer:

Send en kommentar