Gróðrarstöðin Birkihlið stóð frá 1993-2006 við Dalveg í Kópavogi, en var áður við Nýbýlaveg. Frá Dalvegi flutti gróðrarstöðin austur í Reykholt í Bláskógabyggð. Þetta er rakið í minningargrein um Einar Þorgeirsson skrúðgarðyrkjumeistara sem rak stöðina frá 1984 .
 |
Sölusvæðið - mynd af Birkihlid.is
(virðist tekin 19. júní 1996) |
 |
Ögn hrárra um að lítast 10. júní 2012 |
Við Dalveg er í dag lítið að gerast, ræktunarsvæðið í órækt og gróðurhúsið virðist eingöngu notað undir geymslu á bílkerrum og tjaldvögnum á veturnar. Reyndar stóð árið 2006 til að fyrirtækið Brimborg færðist þangað, líkt og fram kemur í frétt á HK.is 24. október 2006:
Brimborgarmenn eru á leið í Kópavoginn, en þeir hafa keypt land það sem Gróðrastöðin Birkihlíð stendur á við Dalveg. Þar ætla Brimborgarmenn að byggja nýtt húsnæði og flytja þangað hluta af starfsemi sinni af Bíldshöfðanum.
Árin 2009 og 2010 var fyrirtækið Letigarðar með lóðina í láni og leigði út aðstöðu í gróðurhúsinu til fólks, en það stóð stutt yfir.
Eftirfarandi er af vefnum birkihlid.is, sem aðgengilegur er á vefsafn.is og archive.org:
Þann 29. september 1937 stofnuðu Jóhann og Jakobína Schröder gróðrarstöðina Birkihlíð Í Kópavoginum, nánast í botni fossvogsdals, þar sem núna er gatan Birkigrund. Þar ræktuðu þau blóm og annan garðagróður, meðal annars ræktuðu þau mikið rósir.
 |
Mynd af Birkihlíð á "gamla staðnum"
|
Þau ráku stöðina til 1979 er Kópavogsbær tók við henni og rak til 1984.
Haustið 1984 tók Einar Þorgeirsson skrúðgarðyrkjumeistari stöðina að leigu hjá Kópavogsbæ og var með hana á leigu til 1993, en þá flutti stöðin á Dalvegi 32 þar sem hún er í dag. En byrjað var að móta og brjóta landið á Dalveginum til ræktunar 1991, 1992 var fyrstu plöntunum plantað þar. Landið við Dalveg er tæpir 2 ha. Fyrsti hluti glergróðurhúss var byggður 1995, en þá var tekin í notkun uppeldishús 350 m2, annar áfangi var reistur 1998, og í þeim hluta er meðal annars rekin blómabúðin. Einnig eru 4 plasthús á svæðinu samtals 351 m2.
Birkihlíð hafði á árunum 1988 -1992 á leigu gróðrarstöðina Alaska í Breiðholti, og var með sölu þar og ræktun, Árið 1997 var gróðrarstöðin Lundur við Vesturlandsveg á leigu undir ræktun.
 |
Unnið við að gera græðlingabeð
- mynd af birkihlid.is |
Hér eru nokkrar nýlegar myndir af vettvangi í gróðrastöðinni fyrrverandi:
 |
Græðlingabeð. Horft í átt að Skógarhjalla |
 |
Þetta blóðrifs 'Færeyjar' greip augað þar sem það óx
undir stóru birkitré |
Breytingar á deiliskipulagi svæðisins frá 2007 eru sem hér segir:
[...] gert er ráð fyrir verslunar og skrifstofuhúsnæði í stað gróðrarstöðvar á svæði sem er um 18.700 m2 að flatarmáli. Miðað er við að byggð verði einnar hæðar bygging með kjallara, allt að um 9.300 m2, með nýtingarhlutfall um 0,5.
 |
Ræktunarsvæði
- mynd af birkihlid.is |
 |
Aðkoman - mynd af birkihlid.is |
 |
Séð yfir Reykjanesbrautina í áttina að Birkihlíð. |
Ingen kommentarer:
Send en kommentar