onsdag den 8. januar 2014

Flag í fóstur

Skæruræktun eða skærugarðyrkja (e. gorilla gardening) hefur verið skilgreind sem ræktun á landi sem er í umráðum annarra, án leyfis. Líkt og önnur skærustarfsemi er hún óregluleg og einstakar skærur gerðar án fyrirvara.

Á Íslandi hefur stundum verið talað um að taka flag í fóstur, segja má að það sé sú skæruræktun sem landið bjóði hvað helst upp á. Kjörorðið "flag í fóstur" á reyndar vel við um uppgræðslu á Íslandi almennt.
Börn fóstra flag, Mbl. 25. maí 1996
Ef erfitt er um áburðargjöf, í formi lífrænna efna eða tilbúins áburðar, þá kemur til greina að sá stafafuru. Auðvelt er að safna fræi af stafafuru nú til dags og það sama á við um birkifræ. Ef birki er sáð þá er æskilegt að gefa áburð eða sá lúpínu meðfram sáningunni, nema gisin lúpínubreiða sé til staðar. Græðlingar koma líka til greina og varla er til sá trjágróður hér á landi sem jafn auðvelt er að fjölga og ösp. Sá er þetta ritar hefur dundað sér við að stinga niður aspargræðlingum hér og þar, á stöðum þar sem ætla má að ekki verði amast við þeim.

"Besta (og jafnframt einfaldasta) aðferðin til að koma aspar- og víðigræðlingum til trjáa er að stinga þeim beint á fyrirhugaðan ræktunarstað snemma vors [...]" segir Gapripill á malefnin.com, 7. maí 2006, og bætir við:
Ef græðlingar eru í góðu ástandi þegar þeir fara í jörð snemma vors ættu lífslíkur þeirra að geta verið góðar. Mín reynsla er sú að árangurinn er á bilinu 90-100%. Á rýru og illa grónu landi verður hins vegar að sjá til þess að plöntur sem vaxa upp af græðlingum séu vel nærðar. Það er best tryggt með því að sáldra fáeinum kornum af tilbúnum áburði (alls ekki of mikið) við græðlinginn fyrsta vorið 2-4 vikum eftir stungu (t.d. þegar komið er fram í júníbyrjun).
Flag í fóstur, Þjóðviljinn 1. júní 1989,
Ríkharður Ásgeirsson, Garðar og Gróður, bls. 4
Flag í fóstur, Pressan 5. mars 1992,
Ríkharður Ásgeirsson frh.

Ingen kommentarer:

Send en kommentar