tirsdag den 19. august 2014

Að hlyni ungum hlúð - meira um garðahlyn

Glöðum, opnum huga var
gengið sumri mót
og grannar hendur ruddu nýja vegi.
Barist var í landvörn,
að hlyni ungum hlúð.
Víða bárust tónarnir frá teigi
 - úr kvæði Kristjáns frá Djúpalæk, ort um Þorstein skáld Valdimarsson að Þorsteini látnum (birtist í Skógræktarritinu 1980).

I. Saga hlyns í íslensku flórunni
Hlynleifar hafa fundist víða um land til staðfestingar á því að fyrir um 7 milljónum ára uxu á Íslandi "a.m.k. tvær hlyntegundir og virðast báðar náskyldar núlifandi tegundum í austurhluta Norður-Ameríku". Hér er vísað til hins núlifandi reyðarhlyns/rauðhlyns (Acer rubrum) hvers frændur dóu út þegar loftslag fór kólnandi á Íslandi á efri hluta Míósentímabilsins. Tegundin er ein þeirra sem ekki áttu afturkvæmt til Íslands af sjálfsdáðum, en í þeim hópi eru einnig elri, greni, fura, þinur og ösp (sbr. þó blæösp). Um þetta má lesa nánar í grein Leifs A. Símonarsonar og Walter L. Friedrich, Hlynblöð og hlynaldin í íslenskum jarðlögum í Náttúrufræðingnum 52 (1-4), 1. maí 1983, bls. 156-174.

Samkvæmt færslu á Wikipedia hófst jarðsögutímabilið sem kennt er við míósen fyrir um 23,03 milljónum árum síðan og lauk fyrir um 5,332 milljónum ára síðan. Talið er að Ísland hafi orðið til sem eyja í upphafi Míósentímabilsins. Orðið miocæn er komið úr grísku og samsett úr menoos fyrir minna og kainos fyrir nýtt - minna nýtt (færri hryggleysingjar en á jarðsögutímabilinu á undan sem kennt er við ólígósen).

Það loðir við ræktun garðahlyns á Íslandi að hann er talinn dekurplanta sem þarf skjól til þess að dafna. Síðuhaldari telur þetta ögn orðum aukið. Þó er hann viðkvæmur fyrir haustfrostum og ekki til stórræðanna á vindasömum stöðum fyrstu æviárin. Frá þessu er sagt í grein Jóhanns Pálssonar í Skógræktarritinu 1986, Gömlu trén í Reykjavík:
[Garða]hlynurinn er það hitakræfur í uppvextinum, að í köldum árum kelur mestallan ársvöxtinn og plantan bætir sáralitlu við sig, nema þegar betur árar.
Lystigarður Akureyrar tekur í sama streng og lýsir garðahlyni sem meðalharðgerðu tré sem "á erfitt uppdráttar fyrstu 10 árin". Ótvírætt er að hann launar skjól fyrir mesta næðingnum og sérstaklega eru laufblöðin viðkvæm fyrir roki fyrst á vorin.

Eins og sagði í síðustu hlynfærslu er hlynur skuggþolinn, einkum í uppvextinum.

Hlynur í Kópavogsdal, þar sem áður stóðu smábýli
í landi Digranesbæjar, í skjóli fyrir norðan- og austanáttum.

Sami hlynur í októberklæðum.
Hlynur í skjóli aspa í Hveragerði. 
Stálpað ungviði sett niður sem götutré í Helsinki. 
Óheppinn hlynur í Fossvogsdal (2013).
Garðahlynur á Klambratúni. Kjarvalsstaðir í baksýn.
Hlyntré eru ekki algeng á Íslandi og fyrst og fremst er þau að finna í elstu hverfum Reykjavíkur, gróðursett á árunum fyrir og eftir 1930. Þessi tré voru flutt inn frá Danmörku, fyrst og fremst fyrir tilstilli Einars Helgasonar sem rak gróðurstöð við gamla Kennaraskólann [...]
segir í umsögn Skógræktarfélags Íslands um tré ársins árið 2000, en það var 9,6 m 70 ára garðahlynur við húsið Sólheima á Bíldudal í Arnarfirði.
Tré ársins 2000. Myndin birtist í
DV en ljósmyndara er ekki getið.
II. Klipping og notkun
Garðahlynur er klipptur eftir laufgun fram að jólum segir í DV, Gróður og garðar 13. maí 1992. Á vef Lystigarðs Akureyrar er því bætt við að honum blæði mikið eftir klippingu og því sé best að klippa og snyrta krónu að sumri eða hausti. Hafsteinn Hafliðason hefur bent á að almennt sé litið svo á að sár eftir klippingar lokist fljótast sé klippt í lok júní júní eða í júli.

Sums staðar erlendis er hlynur notaður í þykkt og hávaxið hekk, sér í lagi lágvaxnari afbrigði á borð við Acer campestre (hagahlynur, e. field maple / hedge maple) og Acer ginnala (síberíuhlynur, e. amur maple). Sá síðarnefndi hefur verið ræktaður hér á landi.

Margir telja unnt að fá hlynsýróp úr hlyntegundum sem ræktaðar eru á Íslandi. Hið rétta er að það er einkum sykurhlynur (Acer saccharum) sem er notaður í slíka framleiðslu en hann þrífst illa hér. Sykurinnihaldið mun vera lægra og bragðið af garðahlynsýrópi ólíkt hlynsýrópi.
In Minnesota, the four species used for producing maple syrup are: sugar maple (hard maple) Acer saccharum; red maple (soft maple) Acer rubrum; silver maple (soft or cutleaf maple) Acer saccharinum; and boxelder (Manitoba maple) Acer negundo
(Af umn.edu - íslensk nöfn: sykurhlynur, rauðhlynur, silfurhynur, askhlynur.)
III. Fjölgun
Fræ eru yfirleitt tínd um það leyti þegar lauf eru fallin eða að falla, október er álitlegur mánuður. Þau má tína þegar þau eru enn græn, hafi þau náð fullri stærð. Vængirnir eru slitnir af og fræið sett í geymslu eða sáð strax að hausti. Blaðlús sækir í hlyn og iðulega er nokkuð af blaðlús á fræjunum (á stönglum fræklasanna), þegar lauffall hefur orðið.

Á vefnum datreestore.com kemur fram að haustsáning sé ákjósanlegri en tæknikaldörvun hlynfræs (preferred to artificial stratification). Á Pfaf.org segir það sama en bent á að gróðurkassi sé til þess fallinn að auka spírun. Vefurinn homeguides.sfgate.com mælir með því að fræ sé þakið með 0,3 cm (1/8 tommum) af jarðvegi yfir fræin og þjapað að. Þá má bæta við þunnu lagi af grófum sandi til að tryggja raka við spírun.

Á síðastnefndu síðunni er einnig upplýst að ekki skuli þurrka fræ niður fyrir 35%.
Hlynfræ tínd í seinni hluta október (2013).
Stækkaður bútur af myndinni fyrir ofan, blaðlýs á fræklösunum.
Fræplöntur um miðjan júní (2014), sáð var í opið beð haustið áður.
Fjölgun hlyns af fræi, með sveiggræðslu og með græðlingum, af pfaf.org:                                
Seed - best sown as soon as it is ripe in a cold frame, it usually germinates in the following spring. Pre-soak stored seed for 24 hours and then stratify for 2 - 4 months at 1 - 8°c. It can be slow to germinate. Seed should not be dried below 35% moisture[98]. The seed can be harvested 'green' (when it has fully developed but before it has dried and produced any germination inhibitors) and sown immediately. It should germinate in late winter. If the seed is harvested too soon it will produce very weak plants or no plants at all[80, 113]. When large enough to handle, prick the seedlings out into individual pots and grow them on until they are 20 cm or more tall before planting them out in their permanent positions.
Layering, which takes about 12 months, is successful with most species in this genus.
Cuttings of young shoots in June or July. The cuttings should have 2 - 3 pairs of leaves, plus one pair of buds at the base. Remove a very thin slice of bark at the base of the cutting, rooting is improved if a rooting hormone is used. The rooted cuttings must show new growth during the summer before being potted up otherwise they are unlikely to survive the winter. Cultivars can be budded onto rootstocks of the species. Any grafting is best carried out in September rather than February.
IV. Tvær tilraunir með garðahlyn á berangri
Síðsumars 2012 festi síðuhaldari kaup á tveimur garðahlynum sem ræktaðir höfðu verið af fræi í Hafnarfirði og plantaði þeim á skjóllitlum stöðum í sumarhúsalandi í Grímsnesi. Það kom ágætlega út.

Fyrir ofan er sá stærri í ágúst 2012 og aftur í ágúst 2013, þá er strax komið smá toppkal. Á þriðju myndinni er sama tré í júní og ágúst 2014 þegar hann hafði kalið niður, hugsanlega vegna þess að honum var óvart plantað í kuldapolli. Nýr vöxtur frá rót var kominn vel á veg í ágúst. Í riti Ólafs Sturlu í Náttahaga Aukin fjölbreytni í yndisskógrækt (2009) er skýrt tekið fram að ekki skuli staðsetja garðahlyn "í lægðum þar sem kalt loft safnast fyrir".


Sá breiðari í ágúst 2012 ...
... og í ágúst 2013.
Í lok júní 2014 var hann enn í sæmilegum gír.
Í hinni tilrauninni voru þrír garðahlynir úr Þöll settir niður í grónu sumarhúsalandi nálægt Hellu. Tveir í sæmilegu skjóli en einn sem stóð berskjaldaður fyrir sunnan- og vestanáttum og að nokkru fyrir norðanátt. Ári seinna litu þér út eins á meðfylgjandi mynd.


V. Þeir stækka og stækka
Garðahlynur gróðursettur árið 1922 að Laufásvegi 49 (Sturluhallir) var valinn borgartré Reykjavíkur 2014. Hlynurinn mældist 10,2 m á hæð og bolurinn 2,02 m í ummál þar sem hann er sverastur. Hér að neðan eru stærðir á garðahlynum árið 1991, einum við Bragagötu og tveimur við Laufásveg.
Þórarinn Benedikz: Stærð ýmissa trjátegunda á Íslandi.
Skógræktarritið 1991, bls. 64.
Tréð við Laufásveg 59 í ágúst 2014.
Á meðfylgjandi línuriti sést vaxtahraði garðahlyns í Vesturbænum frá 1952 til 2002. Ritið er úr greininni Fimmtíu ára vaxtar- og þroskasaga hlyns í Reykjavík eftir Sigurð Þórðarson í Garðyrkjuritinu 2002 [PDF 13,86 MB]. Meðalhækkun 20 cm á ári en meðaltalshækkun síðustu 15 áranna dottin niður í rúmlega 11 cm árlega. 
Sögunni fylgir að fyrstu árin hafi allt að þriðjungur árssprotanna kalið
í haustfrostum en það hafi ekki komið að sök vegna þess hve kröftugur
vöxturinn var á hverju sumri. Tréð var orðið 10,25 m í feb. 2002.

Ingen kommentarer:

Send en kommentar