søndag den 26. august 2012

Rifsþéla - Nematus ribesii, myndir og ráð

Tvær rifsþélulirfur. Að ofan er kvikindi á síðasta lirfustiginu á leiðinni að púba sig.
"Svörtu blettirnir hverfa við síðustu hamskipti lirfunnar." - Erling Ólafsson skordýrafr.
Síðsumars árið 2012 bárust fregnir af stikilsberjarunnum og rifsberjarunnum sem étnir höfðu verið upp til agna. Öll lauf horfin og berin standa (allsber) eftir á greinunum. 

Sökin hefur verið rakin til rifsþélu (d. Stor stikkelsbærbladhveps, e. Gooseberry sawfly), hvers lirfur leggjast einkum á stikilsberjarunna en einnig á rauðrifs (rifsberjarunna). Lesa má um kvikindið á vef Náttúrufræðistofunar Íslands (Erling Ólafsson):
Rifsþéla er blaðvespa sem sérhæfir sig á rifstegundir (Ribes). Stikilsber (R. uva-crispa) er fyrsti valkostur en rauðberjarifs (R. rubrum) er einnig á matseðlinum og e.t.v. fleiri tegundir ættkvíslarinnar. Í ljós hefur komið að fullorðin dýr skríða úr púpum á haustin, frá september og fram í nóvember, svo gera má ráð fyrir að tegundin liggi vetrardvalann á fullorðinsstigi. Síðan fara þélurnar á kreik á vorin til að makast og verpa.
Þar er einnig að finna myndir af vespunni eftir að hún hefur klakist út. Fram kemur að einungis séu 4-5 ár síðan að berast fór kvittur um rifsþéluna á Íslandi. Nú hefur þeirra orðið vart á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi í það minnsta. Mest virðist bera á þeim frá ágúst og alveg fram í október, en erlendis hefja þær störf að vori eða í byrjun sumars. Erlendar vefsíður segja að hún leggist á stikilsberjarunna, rauðrifs og einnig kirtilrifs (Ribes glandulosum, e. white currant). Lirfurnar eru einnig sagðar geta lagst á jóstaber (Ribes x nidigrolaria, e. Jostaberry) og náfrænku þess þyrnirifs/skógarstikil (Ribes divaricatum, e. Worcesterberries).

Sé ekkert að gert hreinsa lirfurnar öll laufblöð með þeim afleiðingum að runnarnir standa veikari á eftir og geta skilað minni uppskeru árið eftir. Lirfurnar hafa vetrardvöl í moldinni undir runnanum (líklega í púpum) og aðgerða er þörf ef koma á í veg fyrir að átveislan verði árlegur viðburður. Reyndar virðast smáfuglarnir leggja þær sér til munns snemma á vorin og má sjá þá róta í moldinni undir rifsberjarunnum á vorin.

Í dag rakst síðuhöfundur á röð af stæðilegum rifsberjarunnum á Árbæjarsafni sem rifsþéla var að éta upp til agna. Smella má á myndirnar til að stækka þær.

 
 
Laufguðu runnarnir (fyrir miðju og til hægri) eru sólberjarunnar.  

Auðvelt var að tína berin af runnunum og þau smökkuðust ágætlega. Rifsþélulirfurnar voru ekki smakkaðar heldur var þeim hent að lokinni myndatöku.   
  
  
Þær verða allt að 2 cm.


Um viðgang rifsþélu í Bretlandi og áhrif á runnana sem hún leggst á segir á vefnum buzzorganics.co.uk: 
It may have three generations a year, with the larvae active in May to June, July and August to September. Female sawflies lay eggs on the underside of leaves low down in the centre of the bush, so the young larvae go unnoticed until they have eaten their way upwards and outwards, devouring the leaves as they go. Defoliated plants are weakened and tend to produce a poor crop the following year.
Varnir gegn rifsþélu 

Ekki gerir mikið gagn að spreyja lirfurnar með grænsápublöndu eða öðrum hefðbundnum lífrænum meðulum. Hins vegar er unnt að nota bakteríuna spinosad sem t.d. fæst á Amazon.com til þess að ráða hana af dögum.

Royal Horicultural Society í Bretlandi gefur eftirfarandi ráð við rifsþélulirfum:
Non-chemical control
  • Regularly check the plants from mid-April onwards for sawfly larvae and pick them off by hand
  • A pathogenic nematode, sold as Nemasys Grow Your Own, can be watered onto infested plants. The nematodes enter the bodies of the sawfly larvae and infect them with a bacterial disease
Chemical control
  • Spray when young larvae are seen, with an insecticide approved for use on gooseberry and red currants 
  • Suitable insecticides are thiacloprid (Provado Ultimate Bug Killer Ready To Use or Concentrate), lambda cyhalothrin (Westland Plant Rescue Fruit; Vegetable Bug Killer), or an organic pesticide such as pyrethrum (Py Garden Insect Killer, Scotts Bug Clear Gun for Fruit; Veg, or Doff All in One Bug Spray)
Hér er ein reynslusaga í lokin af therealgarden.com:
So this year, I finally caught them in the act when they were tiny and vulnerable and while the plant had only a few nibbled leaves. I hit every single leaf with an insecticidal soap plus a bit of cold pressed neem oil. I rubbed each leaf while wet with the solution, then used the rest of the spray bottle to really wet the plant down; stems, branches, trunk, leaves, everything. I haven’t noticed any further damage to the plant or evidence of the larvae. Since the sawfly can have three generations a year, I’ll be on the look for stragglers or new introductions (where did they come from anyway?), but I’m hoping that I can break up the yearly life cycle and get rid of the infestation.
Sjálfur hef ég prófað að fjarlægja öll lauf þar sem finnast ein eða fleiri rifsþéla og ef maður er vel á veiði er hægt að finna þær þegar þær eru nýskriðnar úr eggjunum margar saman á einu laufi og einungis búnar að gera örsmá göt.

Myndir af fyrsta lirfustiginu.
Vefurinn DGSgardening bætir við:
The adult female lays its eggs on the underside of the leaves at the centre of the bush close to the ground. When they hatch the first instar of the larval stage is very small and makes tiny holes in the leaf. The next stages are much bigger, up to 20 mm long, and they cause the most damage, stripping the bush bare as they move outwards along the branches. 
There can be up to three generations in a season, so the damage can occur anytime between May and September. The best control is to examine the bushes carefully in late April, looking for the eggs or the early larval stage low down in the centre of the bush. 
Repeat in early June, July and late August when later generations could be starting. Crush any eggs or larvae, and pick off any leaves showing the small holes made by the first instar larvae as they will probably be still there. It helps to prune the bushes in an open manner or train them as cordons, so that inspection is easy. They survive the winter as cocoons in the soil around the base of the bush, so clearing away debris and mulch in the winter, and disturbing the soil will allow the birds to find them. When the early signs are spotted remove the affected leaves to ensure all of the eggs and larvae are cleared. A spray of derris, particularly to the undersides of the leaves when the small larvae are found, and repeated after two weeks, should clear up one generaton. The Elder shoot preparation described on the Recipes page can be sprinkled or sprayed onto the pests. There is no biological control. 
Eitt ráð (frá árinu 1916) hljóðar upp á að skipta um efsta jarðvegslagið: 
In winter, the surface soil should be renewed to a depth of 2 inches [5 cm] in order to remove the cocoons.
Dreifa má moldinni í kringum runnana til að fuglar komist að púpunum. 
Minnst étnu laufin voru á þeim greinum sem sköruðust á
við greinar sólberjarunna, lyktin af lafum sumra sorta af sólberum fælir.
Fjölskyldustemmning.
Á síðunni Life on an Oxfordshire lawn rakst ég á þennan fróðleik:
[...] an interesting snippet I picked up is that eggs from both fertilised and unfertilised N. ribesii females can hatch but that larvae hatching from unfertilised eggs are overwhelmingly male. Eggs are laid in rows on the lower side of leaves at intervals of about a minute incidentally.

Umfjöllunin var síðast uppfærð í júní 2016. 

Ingen kommentarer:

Send en kommentar