Um svipað leyti bárust fréttir af grisjun sitkagrenis við Miklubraut. Það hefur látið nokkuð á sjá sl. áratug vegna sitkalúsar og hugsanlega einnig vegna salts og tjöru. Líkt og systir þeirra við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri eru trén rúmlega hálfrar aldar gömul.
![]() | ||||
|
[...] Trén skýla bæði fyrir vindi og hávaða. Þau eru mikilvæg til hreiðurgerðar þröstum og öðrum smáfuglum sem lifa meðal annars á lúsum og maðki á trjám og runnum. Trén stuðla þannig beint og óbeint að því að garðeigendur í Hlíða- og Háaleitishverfi úða minna eitri gegn meindýrum í görðum sínum. En grenitrén stóru taka líka í sig mikið svifryk vegna þess hve yfirborð barrnála og greina er gríðarmikið, jafnt sumar sem vetur. Samanlagt yfirborð sitkagrenitrjánna við Miklubraut samsvarar yfirborði fjölmargra knattspyrnuvalla. Rykið sest á trén allan ársins hring, líka á vetrum þegar svifryksmengun er mest, því barrtré fella ekki lauf á haustin. Rykið loðir vel við trén og í rigningu skolast það niður í jarðveginn í stað þess að svífa um með vindinum og berast í öndunarfæri manna þegar þornar.
Rétt er að skora á forsvarsfólk umhverfismála í Reykjavík að leyfa sitkagrenitrjánum við Miklubraut að standa og hlúa vel að þeim með vægri grisjun og áburðargjöf. [...]
Hér er svo mynd af trjánum þegar þau voru nýkomin niður.
Líkt og segir á veg Skógræktarfélags Reykjavíkur nær sitkagreni "oft 30-40 metra hæð og verður 6-700 ára gamalt." Í heimkynnum sínum í Alaska hafa sitkagrenitré mælst yfir 60 metra há.