Ribes sanguineum 'Færeyjar' (hefur verið uppnefnd Færeyjarifs og var á tímabili kölluð blóðrifs upp á norsku).
Blómar tíðliga á
vári. Blómurnar ljósareyðar. Mest nýtti runnur í Føroyum til girðing.
Harðbalin. Hettar er villinislagið. Úr útnyrðings Amerika.
Svona er ljósareyð
blómuribes lýst á vef færeysku umhvørvisstofunnar (us.fo).
|
Blóðrifs í Garðheimum. |
Af blóðrifsi
virðast ræktuð tvö yrki hér á landi. Annars vegar ‘Færeyjar’ og hins vegar
‘Koja’. Meira er ræktað af Færeyjaryrkinu, sem ber bleik eða rauðbleik (ljósrauð)
blóm. Gardplontur.is segja hana
harðgerða, vindþolna og vilja sólríkan vaxtarstað. Yrkið 'Koja' er frekar viðkvæmt og ber dökkrauð blóm og aldin þess eru blásvört, skv. Ingibjorg.is. Það yrki er ekki eins þróttmikið og ‘villta’ yrkið, samkvæmt us.fo.
Lítil blóðrifsplanta kostaði kr. 2.350.- í Garðheimum sumarið 2012, en til samanburðar kostaði hún 500-1.500 kr. í Danmörku skv. þarlendum vefsíðum, á sama tíma (23-62 dkr.). Danir rækta mest ‘Koja’ að því er virðist, en einnig nokkur önnur yrki.
Sumarið 2012 fór síðueigandi og kleip nokkra sumargræðlinga af plöntu sem óx við sæmileg skilyrði á opnu svæði í Kópavogi (sjá myndir neðst). Græðlingarnir rótuðu sig allir mjög vel og voru flestir geymdir í köldu gróðurhúsi (IKEA plastkössum) yfir veturinn.
Ljósrauðir
blómklasar, þolir klippingu sérlega vel, sterk kryddkennd lykt af blöðum og
árssprotum. Góð í stórvaxin limgerði og skjólbelti. Haustar sig seint og er
ekki öruggt nema á svæði A [SV-hornið].
Á dönsku
wikipedia síðunni (þar sem vitnað er í Plantebeskrivelser frá 2003) segir að
blóðrifs vaxi upprétt og greinarnar séu grófar með fáum hliðargreinum. Þar
kemur fram að lyktin af blómunum sé svolítið römm og minni á hland karlkyns
dýra (ret ram og minder om visse handyrs urin). Jafnframt að berin séu ljósblá,
bragðist svipað og sólber en séu ekki jafn safarík. Mestmegnis séu það fuglar
sem leggi þau sér til munns. Blóðrifs kjósi hálfskugga
en þrífist einnig í fullri sól. Í Danmörku blómstrar blóðrifs í
apríl/maí en á Íslandi í maí/júní.
Á haveabc.dk
kemur fram að blóðrifs geri ekki miklar kröfur til jarðvegs eða vaxtarstaðar og
þrífist nánast hvar sem er. Það geti vaxið í hálfskugga en verðskuldi fulla
sól. Unnt sé að skera greinar af þegar blóðrifs byrjar að blómgast og setja í
vatn inni, blómin opnist þá hvítgul. Þrátt fyrir að það blómgist ríkulega komi
yfirleitt fá ber. Það verði ekki hærra en 175-200 cm, og svipað á breidd. Aðrar
danskar síður segja að það verði 3 m.
Samkvæmt vef
Lystigarðsins á Akureyri er þar til ein planta sem kom frá gróðrastöðinni Mörk
1984 og hefur kalið meira eða minna gegnum árin.
Á kanlir.dk segir
að það séu ekki margir blómstrandi runnar sem jafn auðvelt er að rækta og blóðrifs (“ikke mange blomstrede buske, der er så nemme at dyrke som blodribs”).
Til að runninn blómstri sem mest borgi sig að þynna hann á hverju ári, með því
að fjarlægja ca. fjórðung af elstu greinunum eftir blómstrun. Börkurinn
á elstu greinunum sé dekkstur og því sé auðvelt að þekkja þær. Mælt er með blóðrifsi
í óklippt limgerði, en sé það klippt þá kemur það niður á blómguninni.
|
Þetta myndi líklega kallast hálfskuggi. |
|
Blómin útstæð og klukkulaga - myndir frá júní 2012. |
|
Runninn vex undir stærðarinnar birkitré. |
Ingen kommentarer:
Send en kommentar