mandag den 4. juni 2012

Rifsberjarunnar - sumargræðlingar

Þann 24. maí 2012 birtist þessi fróðleiksmoli Hafsteins Hafliðasonar á 'Ræktaðu garðinn þinn' á fb, sem svar við spurningunni Er hægt að taka greinar af rifsberjarunna og koma þeim til?

Sumargræðlingur frá 2011, mynd tekin
í maí 2012
Sumargræðlinga af rifsi tekur þú í júlí/ágúst - þá nývöxtinn og stingur í potta með góðri mold blandaðri með 50:50 fínum vikri. Heldur röku á björtum stað. Geymir græðlingapottana síðan niðurgrafna í reit eða köldu gróðurhúsi um veturinn. Plantar þeim svo út laufguðum um mánaðamót maí/júni. 
Ólaufgaða greinagræðlinga getur þú svo tekið í vetur, venjulega í mars, og stungið þeim á sama hátt niður í potta, eða bara beint út í beð. Um þrír fjórðu ( ¾ ) af græðlingnum á að fara ofan í moldina - mátuleg lengd er um 15cm, láttu bara tvö brum standa upp úr moldinni. Þetta rótar sig þá um vorið og sumarið og þú getur flutt plönturnar næsta vor. ...
'Nough said, eins og maðurinn sagði.
Bróðir þess fyrrnefnda. Alls lifðu þrjú systkini
af veturinn, af ca. tíu, enda engin vetrarskýling.

Heilmikið er til á netinu um ræktun af sumargræðlingum (propagation from softwood cuttings). Eftirfarandi skilgreining á softwood má finna á finegardening.com:
Softwood is the term used to describe the stage of growth on a deciduous woody plant that's neither the new, green growth at the end of a shoot nor the stiff, woody growth near the base of the stem. The softwood lies between the two. The best way to know if a shoot has reached the softwood stage is to bend it. If the softwood snaps, the shoot is ready to be taken as a cutting. If the shoot is very flexible and doesn't snap, it's too green. If the shoot is not flexible at all, it is too far gone.
Garðar og Gróður, Þjóðviljinn 1988. Smellið til að stækka.

Ingen kommentarer:

Send en kommentar