Blátoppurinn (s. blåtry) er fyrsta trjáplantan til að vakna af dvala árið 2011 hér í svalagarðinum. Það er víst ekkert óvenjulegt að brum opnist á þessum plöntum í mars.
Á directgardening.com er að finna eftirfarandi fróðleik um blátopp:Produces large crops of elongated blueberry-like fruits 1-2 years after planting. [...] Two varieties are required for pollination.
Sigríður Hjartar segir frá því í Mbl. 20. feb. 2006 að blátoppur virðist hitastýrð planta (frekar en að birtan stýri dvalartíma) og láti því hlýindakafla rugla sig í rúminu. Kallar hún það góugróður, sem sprettur í mars.
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1990 segir frá því að almennt hafi þótt hætt við því að blíðviðri á góu vissi á vorharðindi og góugróður væri ekki til frambúðar:
Úti hríðar herðir bál.
Hryggð og kvíði grípa sál.
Gata er tíðum grýtt og hál.
Góublíðan reynist tál.
Oft góuhlýjan blekkir blómin smá.
(Einar M. Jónsson, Brim á skerjum, 1946)
Það er slatti af blátoppsrunnum rétt hjá sem ekkert eru byrjaðir að hugsa sér til hreyfings [uppfært: þeir fóru svo af stað í lok apríl]. Að líkindum er minn af þessari blessuðu Kamtsjaka tegund sem alltaf fer of snemma af stað. Ágústa Björnsdóttir segist einnig eiga slíkt eintak í Mbl. 22. ágúst 1987:
Í samræmi við þessa vantrú á góublíðu er notkun orðsins góugróður um það sem hverfult þykir og rótlaust svosem skammvinn æskuást eða hugsjónaglóð á sviði framkvæmda og félagsmála.
Blátoppurinn minn er oft svo fljótur á sér að ég fæ sting í brjóstið og óttast vorhretin, en þótt um hann næði á vorin nær hann sér fljótt aftur. [...] Hann er harðgerður og vindþolinn og þolir vel klippingu og hafa margir gaman af að klippa hann í kúlur.Hafsteinn Hafliðason segir svo frá toppum í Fbl. 27. júlí 2006:
Oft byrja þeir að bruma í vetrarhlýindum síðla vetrar, en það virðist sjaldan gera þeim mikið til. Þótt fyrstu brumin kali þegar hret skella á aftur, eiga þeir önnur brum í varasjóði sem þau skjóta út þegar vorið gengur í garð fyrir alvöru. En af því að flestir toppar blómgast á ársgamla sprota er viðbúið að blómgun farist fyrir hjá þeim þegar þetta kemur fyrir.Trausti Gunnarsson verslunarstjóri í Blómaval ræðir um kosti blátoppsins í DV 4. júní 1987:
Þá er enn ótalinn einn kostur blátoppsins og raunar annarra toppa. Vorhret skaðar þá ekki hið minnsta. Eins og í vor, er kuldakastið kom eftir ótímabært vor, hafði það engin áhrif, topparnir sem byrjaðir voru að bruma hættu vexti og biðu þangað til aftur hlýnaði og héldu þá áfram að vaxa.
![]() |
Byko auglýsing - Mbl. 5. júní 1996. |
Uppfært, ágúst 2011:
Kuldakastið í maí virðist ekki hafa haft áhrif á brumin sem fóru af stað í mars, á meðfylgjandi mynd er blátoppurinn 1. ágúst 2011. Innfellda myndin er tekin ári áður.