"... en fái hann nægilegt rými er hann mjög tilkomumikill" segir Guðríður (væntanlega Helgadóttir) í Mbl grein frá 1998.
Spiraea nipponica - Sunnukvistur - Hæð 1-1,5 m. Blóm hvít í júní-júlí, greinar áberandi útsveigðar. Blómsæll, þurr, bjartur vaxtarstaður. Harðgerður.
Greinarnar sveigjast í boga alsettar blómum. |
Sunnukvistur (Spirea nipponica) er einn fegursti kvisturinn sem við höfum í ræktun hérlendis og þótt víðar væri leitað. Hann er nokkuð harðgerður, 1,5–2,5 m á hæð og breidd, þéttgreinóttur með slútandi greinar ofan til. Blómin eru hvít og sitja eftir greinunum endilöngum. Hann er sólelskur og þolir hálfskugga en þá dregur úr blómgun. Hann telst vera nokkuð vindþolinn og unir sér best í kalk- og næringarríkum, léttum og vel framræstum jarðvegi.
Um snyrtingu skrautrunna 'sem blómstra á annars árs sprota' segir Vilmundur Hansen á 'ræktaðu garðinn þinn' á facebook að ekki megi klippa ofan af þeim á vorin. Meðal slíkra runna eru meyjarrós (Rosa moyesii), fjallarós (Rosa pendulina), birkikvistur (Spirea sp.) og sunnukvistur (Spirea nipponica). "Sé það gert er hætt við að allir blómvísar séu klipptir burt. Klippa skal þessa runna síðla sumars eftir blómgun."
(Þessi samantekt var útbúin vegna meints sunnukvists á svölunum sem reyndist síðan vera birkikvistur. Greinarnar á okkar eintaki sveigjast ekki út í boga alsettar blómum, sem er hins vegar einkennandi fyrir sunnukvist. Textinn hér stendur áfram fyrir sínu fyrir þá sem vilja fræðast um sunnukvist.)
Laufblöðin á sunnukvisti eru talsvert fráburðin laufblöðum birkikvistsins en erfitt getur verið að greina á milli blómanna. |
Ingen kommentarer:
Send en kommentar