"Ljósgræn blöð, hvít sterkilmandi blóm. Þarf frjósaman, gljúpan, frekar þurran jarðveg. [...] Brotnar stundum vegna snjóálags."
"Meðalharðger. Þarf að snyrta árlega, má klippa alveg niður", segir á vef Lystigarðsins á Akureyri.
Hvort sem maður fylgir tilmælum Lystigarðsins um árlega snyrtingu eða ekki er eftirfarandi víst rétta aðferðin við að klippa hana niður og til, skv. Valborgu á Garðurinn.is:
"Best væri ef þú klipptir innan úr runnanum elstu greinarnar eftir þörfum og myndir þannig yngja hann smám saman upp, án þess að það komi niður á blómgun. Ef þú klippir ofan af runnanum kemur það niður á blómguninni næsta sumar. Það er fínt að klippa runnan núna [í ágúst] eða um leið og hann er búinn að blómstra. Ef þú ætlar að klippa eða grisja mikið innan úr runnanum er betra að gera það síðla næsta vetur á meðan plantan er enn í dvala."
Runninn hefur tvisvar verið blóm vikunnar í Morgunblaðinu, í sept. 1980 og aftur í ágúst 1990. Þar kemur m.a. fram að ilmur blómanna sé svo unaðslegur að plantan sé stundum nefnd ilmsnækóróna.
Smellið á myndina til að gera hana læsilega. |
---
Uppfært í ágúst 2011: Eftir kuldakastið í maí 2011 hætti snækórónan vexti en nokkur fjöldi bruma var þá farinn af stað. Síðar um sumarið var plantan send í sveitina, í Grímsnesið, þar sem hún jafnaði sig ekki og verður því að teljast hafa horfið til feðra sinna.
Uppfært í ágúst 2011: Eftir kuldakastið í maí 2011 hætti snækórónan vexti en nokkur fjöldi bruma var þá farinn af stað. Síðar um sumarið var plantan send í sveitina, í Grímsnesið, þar sem hún jafnaði sig ekki og verður því að teljast hafa horfið til feðra sinna.
Ingen kommentarer:
Send en kommentar