Rauðrifsið fær gjöf á næsta ári, gasgrillið fær ekkert. |
Blákorn er klórsnauður NPK-áburður* með kalki, magnesíum, brennisteini og bór, skv. vef Byko. Húsasmiðjan útskýrir stafina eitthvað á þessa leið:
N - Köfnunarefni = Framleiðsla og vöxtur.
P - Fosfór = Orkubúskapur, rótarkerfi og vefir.
K- Kalí= Vatnsbúskapur, rótarkerfi og vefir.
Nokkra punkta um áburð setur Vilmundur Hansen niður í pistlinum "Áburðarmolar", á síðunni 'ræktaðu garðinn þinn' á facebook 6. apríl 2009:
- Varasamt er að bera meira en 10-15 grömm af tilbúnum áburði kringum ungar trjáplöntur sem nýbúið er að gróðursetja. Þremur til fjórum árum seinna má auka skammtinn í 30- 40 grömm.- Áburðarsölt í tilbúnum áburði leysast upp á nokkrum vikum ef honum er dreift á yfirborð. - Áburður má ekki lenda upp við stofn plantna heldur á að dreifa honum um það bil 5 til 10 sm frá þeim.Kornin eiga víst ekki að snerta plöntur beint, hvorki rætur né annað, því þær draga í sig vökva og virka eins og salt (brennir arrrhh).
Fyrir þá sem hugsa illa í fermetrum og grömmum er meðfylgjandi tafla af Gardabaer.is mjög handhæg (sami texti er á vef Húsasmiðjunnar):
Fyrri áburðargjöf ca. 15. maí | Seinni áburðargjöf ca. 15.-20. júní | Dæmi um áburðartegund | Athugasemd | |
Grassvæði | 3 kg/100 fermetra | 2 kg/100 fermetra | Blákorn/Graskorn | |
Sumarblóm | 3-5 kg/100 fermetra | Blákorn | ||
Fjölæringar | 3 kg/100 fermetra | 2 kg/100 fermetra | Blákorn | |
Matjurtir | 10 kg/100 fermetra | 3-5 kg/100 fermetra | Blákorn og Þrífosfat | Til helminga af hverri teg. |
Tré og runnar | 10 grömm pr. plöntu | Blákorn/Trjákorn | ca. kúfuð matskeið |
Auglýsing úr DV 7. maí 1997 |
Hversu oft?
Líkt og fram kemur í grein um tré og runna í DV 3. júní 1998 skal bera áburð á "í gróandanum eða frá því að jörð þiðnar og fram á mitt sumar en helst ekki síðar." Byko.is segir að bera skuli Blákorn á um 3-4 sinnum yfir vaxtartímann frá maí fram í miðjan júlí.
Þessi umfjöllun er úr grein í Mbl. 11. maí 1997:
"YFIRLEITT er sá gróður sem fer í algjöra vanhirðu sá gróður sem ekki fær áburð. Það er sá gróður sem lýsnar og maðkurinn sækir fyrst í. Það er beint samhengi á milli trjánna, runnanna, blómanna og grassins og við þurfum að gefa þessu öllu áburð tvisvar og helst þrisvar á sumri," segir Jón Júlíus Elíasson, skrúðgarðyrkjumeistari. Margir hafa það fyrir reglu að gefa áburð 20. maí, 20. júní og 20. júlí.
[1] Fyrsta áburðargjöfin á að vera með köfnunarefnisríkum áburði, (t.d. græðir 1a eða græðir 6) en köfnunarefnið örvar vöxt plantnanna og nýtist því vel þegar þær eru að koma úr vetrardvala.[2] Síðan er gott að gefa blákorn eða köfnunarefni í annað skipti um það bil 20. júní. Köfnunarefnisríkan áburð á hins vegar ekki að gefa síðsumars, því að það er ekki rétt að pína plöntur til þess að halda áfram vexti fram á haustið. [3] Þess vegna er rétt að gefa fosfór- og kalíríkan áburð í kringum 20. júlí. Fosfór og kalí fara ofan í rótina og stöngulinn og byggja plönturnar upp fyrir vetrardvalann auk þess sem fosfórinn nýtist vel á blómgunartímanum í júlí og ágúst.
Auglýsing úr Mbl. 4. maí 2003 |
Hreinn Óskarsson skógarvörður gefur í skyn að byrja megi að bera á gjafir strax í apríl í grein á rit.is, það er væntanlega háð því að frost sé úr jörðu:
Spurning sem margir hafa velt fyrir sér er hvenær má bera á gróður að vori. Þetta er breytilegt og fer m.a. eftir tíðarfari. Vitað er að rótarvöxtur hefst áður en laufblöð fara að springa út. Í tilraun sem gerð var með áburðargjöf á skógarplöntur hér á landi kom í ljós að þær nýttu áburð sem var borinn á í lok apríl. Um var að ræða birki og greni og voru þessar tegundir ekki byrjaðar að laufgast á þessum tíma, en rótarvöxtur var hins vegar byrjaður. Flest ár má bera á trjáplöntur í byrjun maí og þá ætti áburðurinn ekki að fara til spillis í vorrigningum. Ef seinleystur áburður er notaður má bera á fyrr, enda leysist slíkur áburður upp á nokkrum mánuðum og jafnvel árum.Frost fer fyrr úr jörðu þegar um pottaðar plöntur er að ræða og minna þarf að hafa áhyggjur af vorleysingum í slíku vernduðu umhverfi.
Afganskur bóndi ber áburð á valmúablóm - kakoola.com |
Verðið á Blákorni virðist svipað 2010 og það var í verðkönnun NS 2009 hér að neðan, Byko selur pokann á 1.190 og Garðheimar á 1.430 kr.
5 kg poki
| ||
Blómaval
|
1.699
| |
Býflugan og blómið
|
1.245
| |
Garðheimar
|
1.290
| |
Olís
|
1.320
| |
N1
|
1.495
| |
Byko
|
1.290
|
* NPK hlutföllin í Blákorni eru 12-12-17 og á meindyravarnir.is hvert þessara efna útskýrt:
KÖFNUNAREFNI (N)
Köfnunarefni er í próteini, hvötum og blaðgrænu. Skortur dregur úr vexti, einkum blaða. Ungar jurtir verða ljósgrænar en eldri gular og visnar. Grös skríða fljótt. [...]
Köfnunarefni eykur blaðvöxt. Köfnunarefnisríkar blöndur gefur maður gjarnan snemma á vorin. Eftir því sem líður á sumarið gefur maður gjarnan blöndu með litlu köfnunarefni. Mikil köfnunarefnisgjöf mið- eða síðla sumars leiðir til mikils vaxtar fram eftir hausti og eru plöntur þá ver búnar undir veturinn. Haustið er tími "herðingar fyrir veturinn".
FOSFÓR (P)
Fosfór er í kjarnsýrunum og efnum sem notuð eru við orkuflutning. Skortur dregur úr vexti. Litur plantna verður dökkgrænn eða blágrænn. Rætur verða óeðlilega litlar og blómgun seinkar. Flestar jurtir þurfa 1-1,8kg. á þúsund fermetra á ári.
Fosfór skortur hefur áhrif á blómgun og er plöntunum nauðsylegt, þó í litlu magni. Skorti þrífosfat, minnkar vetrarþol. Þrífosfat hefur reynst vel gegn mosa í grasflötum.
[Vilmundur Hansen bætir við í grein um jarðveg í DV 8. maí 2003: Fosfór eykur rótarvöxt, flýtir fyrir blómgun, aldin- og fræmyndun. Fosfórskortur lýsir sér í því að blöðin verða rauðblá á neðra borði en síðan gul. Rótarvöxtur verður rýr og það dregur úr blómgun.]
KALÍ (K)
Kalí er nauðsynlegt vegna salt- og sýrujafnvægis, en er ekki í lífrænum efnum í jurtunum. Skortur veldur grágrænum, gulgrænum eða gulum lit. Nytjatún þurfa allt að 10 kg á þúsund fermetra á ári.
Kalí hefur áhrif á vöxt rótarkerfisins og eykur vetrarþol, er nauðsynlegt. Talsvert kalí er í íslenskum jarðvegi og þarf því ekki að gefa mikið K á útjörð og móa, t.d. fyrir beit húsdýra eða með litlum skógarplöntum.
[Vilmundur Hansen bætir við í DV 8. maí 2003: Kalí er nauðsynlegt við ljóstillífun sem er undirstaðan í lífstarfsemi plantnanna. Kalí eykur frostþol, mótstöðu gegn þurrki og sveppasjúkdómum. Skortur lýsir sér í því að ung blóð verða gul og visna, einkum á blaðjöðrunum. Gott er að bera á aukaskammt afkali um miðjan júlí til að draga úr líkum á kali.]
Kalí er nauðsynlegt vegna salt- og sýrujafnvægis, en er ekki í lífrænum efnum í jurtunum. Skortur veldur grágrænum, gulgrænum eða gulum lit. Nytjatún þurfa allt að 10 kg á þúsund fermetra á ári.
Kalí hefur áhrif á vöxt rótarkerfisins og eykur vetrarþol, er nauðsynlegt. Talsvert kalí er í íslenskum jarðvegi og þarf því ekki að gefa mikið K á útjörð og móa, t.d. fyrir beit húsdýra eða með litlum skógarplöntum.
[Vilmundur Hansen bætir við í DV 8. maí 2003: Kalí er nauðsynlegt við ljóstillífun sem er undirstaðan í lífstarfsemi plantnanna. Kalí eykur frostþol, mótstöðu gegn þurrki og sveppasjúkdómum. Skortur lýsir sér í því að ung blóð verða gul og visna, einkum á blaðjöðrunum. Gott er að bera á aukaskammt afkali um miðjan júlí til að draga úr líkum á kali.]
Auglýsing úr riti Garðyrkjufélags Íslands dreift með Mbl. 27. maí 2010 |