Hin tveggja nála fjallafura (pinus mugo) er á norsku kölluð runnafura (n. buskfuru). Lystigarður Akureyrar útskýrir að vaxtarlag hennar líkist vaxtarlagi runnafuru (Pinus pumila) en sú fura sé með fimm nálar í knippi (Norðmenn kalla hana "Sibirsk dvergfuru"). Vaxtarlagi fjallafuru er svo lýst á vef Lystigarðsins:
Runni með uppréttar greinar eða með lágan stofn og keilulaga krónu eða jarðlægur runni, með marga hnébeygða stofna.
Lágvaxnara afbrigðið (pinus mugo var. 'Pumilio') er nefnt dvergfura. |
Stæðileg fjallafura við Árbæjarlaug. |
Fjallafurufræ eru svipuð að þyngd og stafafurufræ, um 4,5 mg. Könglarnir geta verið á trjánum í þrjú ár og eru tiltölulega auðlosaðir.
Hákon Bjarnason skilgreindi fjallafuru ásamt broddfuru sem háfjallafurur, í greinarstúf árið 1980:
Fjallafura er ein 10 til 15 ár að búa um sig eftir gróðursetningu og vex þá nauðalítið, en eftir það tekur hún vaxtarkipp og bætir miklu við hæð sína á skömmum tíma.Af stúfnum má einnig ráða að fjallafuru sé ekki vel við flutninga, en þó segir á vefnum að yfirleitt myndi hún ekki stólparót og því sé auðvelt að umplanta henni, ólíkt öðrum furum ("normally does not produce a tap root so is easy to transplant.")
Á gardplontur.is kemur fram að fjallafura sé harðgerð og þurfi sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Hún vaxi hægt og þurfi skjól fyrstu árin. Best þrífist hún í súrum, vel framræstum jarðvegi.
Lokaðir könglar. |
Opnir könglar og fræ. |
Gott ráð frá Gróðrarstöðinni Þöll:
Til að fá fjallafuru/dvergfuru til að verða þétta er mikilvægt að brjóta brumin/árssprotana til hálfs um eða upp úr miðjum júní. Sérstaklega á þetta við furur sem hafa löng brum/árssrota. Þetta er gert á hverju sumri eða annað hvert ár. Ekki er hægt að klippa/saga niður furur og ætlast til þess að þær vaxi aftur upp.
Í umfjöllun Hákonar er greint frá því að fjallafura lifi almennt í 50-70 ár. Þess eru þó dæmi að trén verði mun eldri í nátturúlegu umhverfi:
In Lithuania some of the P.mugo trees planted in the Curonian Spit are now nearly 200 years old (Strakauskaite 2004a, 2004b).*
Fjallafura á fyrsta ári. |
Ingen kommentarer:
Send en kommentar