mandag den 13. september 2010

Að lifa og hrærast í keri

Súlublæösp
Líf við þröngar aðstæður.
Líklega er einn helsti munurinn á því fyrir tré að búa í mold úti í garði (eða úti í náttúrunni) og hinu, að búa í afmörkuðu íláti, sá að rótarkerfi þess kemst ekki jafn langt til að leita næringarefna og vatns við síðarnefndu aðstæðurnar. Það má tryggja rótunum vatn og næringu í pottinum til að þær megi fæða tréð, en plássleysið getur kallað á bæði rótar- og krónusnyrtingu líkt og sagt er frá hér að neðan. Með því að snyrta tréð er minna af því til að fæða og almenna reglan er víst að stærð rótarkerfis skuli samsvara stærð plöntunnar.

Annar munur er sá að hitastig í potti er með öðrum hætti en í jörðu niðri. Plantan er ekki jafn vel einangruð fyrir snöggum breytingum á hitastigi og er því næmari fyrir bæði kulda- og hitasveiflum. Það getur verið fínt á sumrin, en verra þegar snöggfrystir og í umhleypingum á veturnar.

Tré og runnar dafna líklega ekki eins og þeim er ætlað að gera af náttúrunnar hendi, þegar rótarkefi þeirra er niðurnjörfað og hitasveiflur eru tíðar í undirlífinu. Hins vegar geta þau vaxið og dafnað vel við slíkar aðstæður ef hlúð er sæmilega að þeim. Vefurinn er fullur af fróðleik um pottaplöntur og einnig má hafa gagn og gaman af umfjöllun í gömlum blaðagreinum, t.d. á timarit.is.

Sól skiptir oft minna máli en skjól.
Í fylgiblaði Þjóðviljans, Garðar og gróður, 5. júní 1986, setur ónefndur höfundur fram eftirfarandi viskumola:
Enginn garðskiki er svo lítill að ekki megi rækta í honum, jafnvel þótt sólin nái aldrei niður í hann. Svalir, verandir og sólstofur eru tilvaldir staðir fyrir gróður og enginn vandi að koma sér þar upp gróðurkössum með trjám, sumarblómum eða fjölærum blómum, sem mikla ánægju má hafa af. Í sólarlausum garðskika má einnig koma upp lítilli gróðurvin, því nú er mikið til af plöntum, sem dafna vel þótt þær fái ekki beina sól. Þeir sem glímt hafa við garðrækt vita að sólin skiptir oftast minna máli en skjólið. Aðalatriðið er að skýla nýjum plöntum vel og sjá um að þær fái næga vökvun, ef langir þurrviðriskaflar koma.
Blómapottar 25x25x25cm

Hitastig lækkar í roki, uppgufun úr blöðum eykst og laufblöð sumra plantna geta rifnað í verstu hviðunum. Eflaust sakna mörg tré sólarljóssins ekki svo mikið þegar þeim er sæmilega skýlt. Hjá okkur í Kópavoginum veita báðar svalirnar skjól fyrir sunnanáttinni, hin ríkjandi austanátt herjar á austursvalirnar en Esjan skýlir norðursvölunum að mestu fyrir roki að norðan (Esju-skjól).
Ríkjandi áttir í Kópavogi, mæling gerð við Marbakkabraut, ekki svo langt
frá léttgarðinum á svölunum okkar.
(Úr skýrslu heilbrigðiseftirlits Hfj. og Kópav., sept. 2008)
Sumar plöntur þurfa bæði sól og sæmilegt skjól til að njóta sín almennilega, t.d. rósir ef þær eiga að blómstra og ávaxtatré ef þau eiga að gefa almennilega af sér. Gamalt hollenskt 'máltæki' segir að 1% meira ljós gefi 1% meiri uppskeru (skv. Vilmundi Hansen á fésbók í septe. 2010).

Jarðvegur, samsetning plantna, áburður o.fl.
Buxus og rósareynir
á eftirmiðdegi í september.
Vilmundur Hansen skrifaði pistilinn "Plantað í ker" á síðuna 'ræktaðu garðinn þinn' á fésbók 29. apríl 2009:
[...] Sömu reglur gilda um jarðveg í kerum og í beðunum. Það verður að vinna jarðveginn vel og gæta þess að frárennsli sé gott.
[...]
Ekki er nauðsynlegt að skipta um jarðveg í kerunum árlega, nóg að gera það á nokkurra ára fresti ef jarðvegurinn er blandaður með áburði á vorin. Ef skipta þarf um jarðveg má nota venjulega gróðurmold í kerið. Hægt að hressa upp á gamla mold með því að blanda hana með lífrænum áburði, moltu eða sveppamassa og nokkrum kornum af tilbúnum áburði.
[...]
Vel kemur til greina að planta fallegum runnum í ker og þeir sem vilja geta sett sumarblóm í kring til að auka litadýrðina. Sígrænir runnar eins og lífvíður (Thuja), buxus (Buxus), barrlind (Taxus), sýprus (Chamaecyparis) einir (Juniperus) og jafnvel bambus (Thamnocalamus) gefa kerunum fallegan svip og standa langt fram eftir vetri. Blómstrandi runnar koma líka vel út í pottum og kerum og nægir að nefna töfratré (Daphne mezereum), lyngrósir (Rhododendron), kirsuberjatré (Prunus) og ýmsa kvisti (Spiraea) og rósir (Rosa).
Í fylgiblaði DV, Hús og garðar 3. júní 1998, er fjallað um ræktun trjáa og runna. Þar segir að þótt slíkar plöntur geti hjarað við þröngan kost, "þurfi jarðvegur að vera minnst 40-50 cm djúpur fyrir runna en tvöfalt dýpri fyrir tré svo að viðunandi vaxtarskilyrði náist og rætur hávaxinna trjáa hafi nægilegt hald. Gras og jurtir komast af með minna."

Beyging orðsins 'ker'
(af bin.arnastofnun.is)
Snöggfrysting róta.
Guðríður Helgadóttir fjallar um 'Vetrarskýlingu' í Mbl. 17. nóv. 1998 og hefur þar eftirfarandi að segja um tré í kerjum:
Ræktun á plöntum í alls kyns kerum hefur aukist mjög undanfarin ár. Oft verða mikil afföll af þessum plöntum yfir veturinn vegna þess að jarðvegurinn í kerunum gegnfrýs snögglega og ræturnar eru ekki alltaf nógu harðgerðar til að þola slíkt.
Hægt er að draga kerin í skjól upp við húsvegg og helst á skuggsælan stað þannig að sólin valdi ekki miklum usla síðla vetrar. Þá þarf hins vegar að muna eftir því að vökva plönturnar í þíðviðri.
Í sama streng tekur 'starfsmaður í Gróðrastöðinni Mörk' í fylgiriti DV, Garðar og gróður, 5. júní 1991:
Ýmis tré og runna má rækta á svölum. Nefna má runnamuru, íslenskan eini, gljámispil og dvergfuru en margar aðrar plöntur koma til greina.
[...]Best er að hafa möl í botninum og moldina þar ofan á. Þykkt malarlagsins fer eftir því hve kerið er djúpt. Ýmsar fleiri plöntur má rækta á svölum en ef þær eiga að standa úti þarf að kanna hvort ræturnar þola frost. Rætur rósa t.d., þola frost illa og það sama á við um fleiri plöntur.
Þótt fjallarifs (alparifs) þoli nánast hvað sem er, nýtur það sín best í sæmilega rúmum potti.

Á einni erlendu vefsíðunni var mælt með því að pottar væru um 45 cm í þvermál og á hæð til þess að rætur fengju sem besta einangrun. Í grein um svalagarða í DV, Hús og Garðar 1. júní 1994 er mælst til þess að pottar séu minnst 50 cm á dýpt og mælt með smágerðum sígrænum gróðri og litlum trjám og runnum.

Ein þumalputtaregla sem víða er gefin upp er að rætur í keri teljist í reynd lifa 2 "USDA Hardiness" svæðum (vaxtarsvæðum) lægra en þær sem eru í jörðinni. Þennan fróðleik um vaxtarsvæði / kuldasvæði má finna á vef Blómavals:
Á hvaða "kuldasvæði" er Ísland' [-]. Hérna þar sem ég bý er yfirleitt 7, en hvað er á Íslandi vonandi getur einhver frætt mig um þetta. 
Talað er um cold zone (kuldasvæði) útfrá þoli ýmissa plantna í ræktun, ég hef mest verið að skoða rósir, við miðum okkur við Norðurlöndin og þá er er zone 8 nyrst í Noregi, Svíþjóð og sambærilegt i Finnlandi 7. Plöntur sem lifa á svæði 5-8 á norðurlöndunum ættu að geta þrifist hér, en það sem er á svæði 5 þarfnast meiri umhirðu og þarf að velja besta staðinn í garðinum. Vona að þetta gefi einhverja hugmynd.
Vaxtarsvæði (harðgervissvæði) samkvæmt
evrópska harðgerviskerfinu (European hardiness zone map).
Að bonzai-a tré, jarðvegsskipti, pottastærð - "of langur ræktunartími í takmörkuðu vaxtarrými" (pottrót).
Á gardeningknowhow.com má finna eftirfarandi punkta:
  • Containers should also be as wide as they are high in order to provide the best possible insulation to the roots.
  • Container-grown trees should be supplemented annually with slow-release fertilizer or use a liquid feed at regular intervals. 
  • Refresh the soil each spring by removing the loose, dry topsoil and replacing it with fresh, compost-enriched soil.
  • Since the size of a tree is usually proportional to the size of its root system, containers, in most cases, will restrict its ultimate size. However, if a tree does begin to outgrow its container, there are options. You can prune the roots back and replant it into the same container or transplant it in another location. Root pruning is a similar technique to bonsai and will help to keep the tree small.
Grein um snúnar rætur í fylgiriti Mbl.,
Garðurinn, 14. maí 2000.
Smellið til að stækka.
Þetta róta-heilræði er að finna á gardenweb.com:
Even if you are not interested in "bonsai-ing" the trees, I think they might benefit from root pruning to stay happy in a container. If the root outgrows a container the tree might go into decline and eventually die. With regular root (and top) pruning, you can probably keep the trees alive indefinitely!
Mynd frá piccsy.com
Á vef Oregonháskóla, oregonstate.edu, er talað um að minnka rótarkefið um einn þriðja sem vísifingursreglu, þegar tréð er orðið of stórt fyrir ílátið sitt.
If a tree starts to outgrow its container, you have several choices. Plant it in the ground, plant it in a larger container, or prune the roots back by one third and plant it back in its current container. Root pruning is a similar technique to bonsai and will help to keep the tree small.
Tískufyrirbrigðið pottagarðar.
Garðrækt í pottum er víst í nokkurri tísku þessi misserin, a.m.k. meðal bloggara, samkvæmt skýrslu sem fyrirtækin Husquarna og Gardena gáfu út 2010, sbr. meðfylgjandi úrklippu.

Úr skýrslu sem unnin var fyrir tvö amerísk fyrirtæki 2010.
Smellið til að stækka.